miklar blæðingar

21.06.2017

góðann dag og takk fyrir frábærann vef. ég eignaðist minn annað barn fyrir 3 mánuðum rúmlega og úthreinsunin tók 6 vikur. 2-3 vikum seinna fór ég á blæðingar í 2 daga (kom lítið) en núna er ég búin að vera með óvenju miklar blæðingar í viku. fyrstu 2 dagarnir voru þó eðlilegir en nú er ég að skipta um bindi 5-6x á dag og fer ekkert minnkandi. ég hef alltaf haft litlar og reglulegar blæðingar fyrir síðustu meðgöngu. er þetta eðlilegt? bkv.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við kvensjúkdómalækni. Eins og þú lýsir þessu þá þarf eitthvað að skoða málið. Gangi þér vel.