Niðurgangur i 19 vikur

23.06.2017

Ég er gengin 24 vikur og er búin að vera með gulan niðurgang nánast alla meðgönguna. Og oft á dag. Sérstaklega eftir máltíðir. Ég leitaði til heimilislæknis sem ekkert fyrir mig vildi gera né gaf mér engin ráð. Og það sama með ljósmóðir mína sem sagði að þetta væri líklega bara pest. En þetta er búið að vera frá viku 5. Þetta er orðið mjög erfitt þar sem ef ég þarf að kasta upp þá þarf ég helst að sitja á klósettinu til öryggis og kasta upp í fötu. Er eitthvað sem þið getið ráðlagt mér? Einhver stemmandi lyf eða bara hvað sem er. Takk takk

Komdu sæl og  blessuð, þetta er líkast til ekki neitt sem tengist meðgöngunni beint. Ég ráðlegg þér að snúa þér beint til meltingarlæknis því að svona er ómögulegt að vera. Gangi þér vel.