Herpes

23.06.2017

Hæ og takk fyrir frábæra síðu. Nu er málið mrð vexti að ég á tæplega 1.árs barn og hann fékk alveg svakalega háan hita um daginn og var settur á sýklalyf, svo fékk hann svrppasýkingu i munninn og á rassinn og það var meðhöndlað með lyfjum... en rassinn hefur aldrei náð að gróa almennilega. Nú í kvöld sá ég fullt af litlum sárum á rassinum hjá honum og svo mikið sem ég vil ekki trúa því þá hef ég grun um að hann sé með herpessmit (hef sjálf verið greind með það en rétt aður en hann smitaðist fékk ég það í annað sinn).. ég er svo hrædd um að ég hafi einhvernvegin náð að smita barnið mitt ? ef hann er smitaður hvað er þá gert fyrir hann. Kveðja ein áhyggjufull móðir

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að fara með hann til læknis og fá greiningu á þetta. Mér finnst frekar ólíklegt að hann hafi herpes, frekar að hann sé með þráláta sveppasýkingu. En það er frekar erfitt að segja nokkuð ákveðið án þess að hafa rétta greiningu svo að best er að fara með hann til læknis. Gangi ykkur vel.