Þyngdaraukning

27.06.2017

Sæl Ég er með litla snúllu sem fæddist 2 júní síðastliðinn. Hún er mitt 6 barn. Hún er mjög vær og góð, grætur lítið (nema henni sé ekki sinnt þá hækkar í henni). Hún drekkur á 2-4 tíma festi. Oft vill hún bara annað brjóstið. En nú hefur hún bara þyngst um 20gr á dag síðustu tvær vikur. Hin börnin þyngdust miklu hraðar. Nema sú elsta, en hún var óvær þegar hún var svöng. Mér var ráðlagt áðan að reyna að gefa henni úr báðum brjóstum í hverri gjöf. Gerði það og daman endar á að gúlpa helling upp úr sér og út um allt. Ég legg hana oft við, þar sem hún bara smjattar aðeins á brjóstinu og hrækir því svo út úr sér. Hvað er eðlileg þyngdaraukning? Hún fæddist 4220gr , fór niður í 3855gr og er núna 4380gr. Mér hefur fundist hún aðeins gul, en það er að hverfa og hjúkkan hér í Noregi segir að þetta sé óskup lítið.

Heil og sæl, ég tel að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur þó hún þyngist ekki eins hratt og hin börnin þín. Ef hún er ánægð og vill ekki meira og pissar og kúkar  og þroskast vel  þá er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Lágmarks þyngdaraukning er um 15-20 gr. á dag. Gangi ykkur vel.