Fæðingarþyngd

27.06.2017

Sæl, átti barn m keisara 20. Júní. Í gær (6.daga) fór hann í 5 daga skoðun og hafði þá lest um 320 GR. Læknirinn gerði enga athugasemd en ljósan mín hefur áhyggjur. Nú er ég með hann stanslaust á brjósti og er að vigta en hann er ekki að þyngjast nema mjög lítið. 5-10 GR í gjöf. Mín spurning er hvað hefur hann langan tíma til að ná þessu upp?

Heil og sæl, það er eðlilegt að missa um 10 prósent af fæðingarþyngd og það tekur stundum allt að tveimur vikum að ná þyngdinni upp í fæðingarþyngd. Ef barnið drekkur vel og er vært og rólegt, pissar og kúkar vel þá er ekki ástæða til að hafa áhyggjur strax. Gangi ykkur vel.