lyftingar á meðgöngu

27.06.2017

Sælar. Ég er komin 21 viku, fyrir meðgöngu var ég 6x í viku í ræktinni að lyfta og var komin i ágætis þyngdir, en í upphafi meðgöngu hætti ég að geta mætt bæði út af þreytu og álagi í vinnu og skóla. Núna er ég komin með þrá aftur að byrja að fara í ræktina en geri mér grein fyrir því að ég er ekkert að fara í sömu þyngdir og áður en ég varð ólétt. En það sem að ég var að velta fyrir mér hvort það sé óhætt að byrja aftur á hreyfingu, lyftingum svona seint á meðgöngunni?

Heil og sæl, já það er hið besta mál að stunda líkamsrækt á meðgöngu með skynsemi að leiðarljósi. Hlustaðu á líkamann og hlýddu því sem hann segir þér. Gangi þér vel.