Sykurvatn á snuð

28.06.2017

Er óhætt að gefa 2ja mánaða barni sykurvatn á snuð (ekki hunang)? Er búin að prufa brjóstamjólkina en gengur ekki og barnið notar brjóstið sem snuð og ælir svo þegar það hefur verið meira eða minna á brjósti. Pabbanum vantar líka að geta notað snuð þegar ég er ekki heima. Ef mælt er gegn því að prufa sykurvatn á snuðið 1-2svar, hvers vegna er það?

Heil og sæl, nei það er ekki mælt með því að gefa börnum sykurvatn á snuðið. Það er ekki gott að venja barnið á sætt bragð áður en það fer að borða nokkuð og svo hækkar sykurinn blóðsykur barnsins hratt og svo getur blóðsykur fallið aftur hratt. Gangi ykkur vel.