Óstabíl lega!

11.03.2015

Ég er gengin um 37 vikur og langar að vita hvernig gangsetning á sér stað með barn í óstabílli legu. Er hægt að gangsetja konur sem eru í þeirri aðstöðu? Er reynd ytri vending fyrst og svo gangsett eða? Er keisari kannski algengastur? Er algengt að ganga framyfir með barn í svona stöðu eða er reynt að grípa inní fyrr? Það eru ekki miklar upplýsingar um þetta á íslenskum síðum svo að allar upplýsingar eru vel þegnar.

 
Heil og sæl, það er oft reynt að nota tækifærið og gangsetja þegar barnið er í höfuðstöðu. Ef hægt er að gera ytri vendingu er það oft reynt og jafnvel gangsett í kjölfarið. Það er þó ekki endilega gangsett í kjölfar ytri  vendingar. Keisari er ekki gerður nema að öll önnur ráð séu fullreynd. Ég hugsa að ef að barnið veður ekki búið að koma sér fyrir í stabílli legu þegar þú kemst lengra áfram í meðgöngunni verði gripið inní fyrr. Ég ráðlegg þér eindregið að ræða þetta vel við ljósmóðurina þína í mæðravernd. Hún getur örugglega veitt þér betri svör því að hver og eitt tilfelli er skoðað sérstaklega þar sem það geta verið margir aðrir þættir sem taka verður tillit til. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
11. mars 2015