Þrif á stírum

04.07.2017

Góðan dag, Dóttir mín er rúmlega 2 vikna og fær rosalega mikið af stírum eftir næturnar. Ég hef verið að nota grisjur með vatni til að þrífa hana. En ég hef svo heyrt frá öðrum nýbökuðum mæðrum sitt á hvað með hvort maður eigi að strjúka frá augnkróknum/táraganginum eða að honum. Gætir þú leiðbeint mér með hvort sé betra að gera?

Heil og sæl, það er ágætt að strjúka í átt að nefi. Gangi ykkur vel.