Spurt og svarað

04. júlí 2017

Misjöfn stærð á brjóstum eftir mjólkurframleiðslu

Góðan dag, Dóttir mín verður 3 vikna á morgun og frá því í byrjun síðustu viku hefur mér fundist vera áberandi mikill stærðarmunur á milli hægra og vinstra brjóstsins hjá mér. Þegar hún var kannski viku gömul prófaði ég að mjólka annað brjóstið með brjóstapumpu og 2 dögum síðar mjólkaði ég hitt með pumpunni. Getur verið að það hafi örvað annað brjóstið svona mikið meira að mjólka það fyrr en hitt sem var mjólkað 2 dögum síðar? Ertu með einhver ráð fyrir mig til þess að reyna að jafna þetta betur út? Mér finnst rosalega leiðinlegt að sjá svona stærðarmun því ég var ekki vör við hann áður en ég byrjaði með barnið á brjósti.

Heil og sæl, það er erfitt að ráðleggja neitt án þess að sjá og skoða brjóstið. Hins vegar er oft talsverður stærðarmunur á brjóstum sem kemur fram í brjóstagjöfinni án þess að neitt sé að. Það er ekki vegna þess að annað brjóstið sé örvað meira en hitt. Ég ráðlegg þér að ræða málið við ungbarnaverndina þegar þú hittir þær næst. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.