Grennast

06.07.2017

Sælar og takk fyrir frábæran vef. Ég er ófrísk að öðru barni (á 1 árs dreng), komin 11 vikur á leið! Ég er enþá með slappan maga og leiðinlega fitu út um allt og líður bara alls ekki vel með að ganga með annað barn í þessu líkamælega ástandi. Ég tek það fram að ég er 89 kíló! Má ég "grennast" á meðgöngu á elðlilegan hátt?. Þá hreint mataræði og hæfileg hreyfing? Fyrirframþakkir Lotta

Heil og sæl, það er ekkert að því að grennast á meðgöngunni og er bara gott fyrir þig og barnið að þú borðir bara "hreinan" (hollan) mat og hreyfir þig hæfilega. Gangi þér vel.