Koparlykkjan

10.07.2017

Sæl Ég er með 8 vikna gamalt barn og fékk mér koparlykkjuna fyrir tveimur vikum síðan. Það blæddi svolítið fyrst eftir að hún var sett upp en það er hætt. Nú hef ég fengið reglulega mikla verki alveg neðst í kviðinn sem leiða lika aftur í bak sem eru til staðar í nokkra klukkutíma og fara svo en þeir eru virkilega sárir. Kvensjukdomalæknirinn staðfesti að hun se a alveg rettum stað. Getur þetta verið tengt koparlykkjunni?

Heil og sæl, ef þú ert búin að fara til kvensjúdómalæknis sem hefur staðfest staðsetningu lykkjunnar  og engin sýkingarmerki eru til staðar þá finnst mér ólíklegt að þetta tengist lykkjunni. Ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við lækni ef þetta er ekki liðið hjá. Gangi þér vel.