Annað test?

10.07.2017

Sæl og takk fyrir frábæra síðu. Nú er ég soldið á báðum áttum, ég tók test 2 vikum eftir varnarlaus mök til að vera viss um að þar hafi ekkert komið undir og fékk þá neikvætt. Nú er ég öll að brjótast út í bólum i andlitinu (er almennt með frekar góða húð), er alltaf þreytt en vön að vera svakalegur orkubolti, virðist ekki geta losnað við brjóstsviða og mikið með harðlífi án þess að hafa breytt neinu í daglegu lífi. Mig hefur langað í annað barn í langan tíma og finnst svo leiðinlegt að fá neikvætt. Miðað við þessa lýsingu, heldur þú að möguleiki sé á að það hafi verið fals neikvætt eða jafn vel of snemmt þegar ég tók síðast og ætti ég að taka annað test? Kveðja, ein von góð

Heil og sæl, þessi einkenni sem þú lýsir geta vissulega komið fram við þungun en geta líka átt við allt mögulegt annað. Ef þú hefur misst úr blæðingar er allt í lagi að prófa annað þungunarpróf. Ef þú ert með neikvætt próf og hefur líka haft blæðingar þá ég tel ég nær engar líkur á því að þú sért ófrísk. Gangi þér vel.