Hætta að pumpa mjólk

11.07.2017

Ég er með 12 vikna tvíbura og hef verið að mjólka mig fyrir þá frá fæðingu. Reyndi brjóstagjöf en það gekk mjög illa vegna mikils mjólkurflæðis. Nú sé ég fram á að fara að hætta að pumpa mig en veit ekki hvernig ég á að fara að því. Er núna að pumpa ca. 6 sinnum á sólarhring um 1300 ml í heildina. Hvernig er best að minnka framleiðsluna smá saman?

Heil og sæl, ef þú vilt hætta þessu er líkast til best að stytta tímann sem þú pumpar þig, vera styttra í vélinni. Svo er gott að láta líða lengra á milli þess sem þú ferð í vélina og svo er gott að fækka um eina og eina pumpun. Það er gott að gefa sér tíma í þetta og fækka um eina gjöf á einhverra daga fresti. Gangi þér vel.