Sársauki eftir sauma

11.07.2017

Sæl ég eignaðist barn fyrir 5 vikum og fékk 3gráðu rifu og það þurfti að sauma slatta líka á endaþarmsopinu Núna 5 vikum seinna kemur ennþa blóð í papírinn eftir að ég hef hægðir Er það eðlilegt ? Það er líka ennþá frekar sárt að hafa hægðir Fæ ekki læknistima fyrr en eftir 3vikur og væri til i að vita hversu eðlilegt þetta er þanngað til

Heil og sæl, það er erfitt að tala um eðlilegt í þessu sambandi en það er alveg til í dæminu að ennþá  komi smá blóð eftir mikla rifu. Það er líka ómögulegt að segja til um hvort allt sé í lagi án þess að skoða þig. Mér finnst þó að þetta sé svolítið langur tími til að finna til við að hafa hægðir. Ég ráðlegg þér því að reyna að flýta tímanum hjá lækninum. Gangi þér vel.