Minni brjóst

11.07.2017

Hææ:) Ég var með stór brjóst áður en ég varð ólétt (34F-32FF) og fór alveg uppi 34G þegar ég var ólétt og með hana á brjóti. Núna er hún hætt á brjósti og brjóstin á mér eru miklu minni! Svona (32D). Fara þau aftur í sitt eðlilega form? Eða er eitthvað sem ég get gert til að fá þau aftur?

Heil og sæl, það er alveg rétt að í sumum tilfellum er brjóstin minni eftir bjóstagjöf. Það er ekkert sem þú getur gert til að stækka brjóstin aftur en ég ráðlegg þér að bíða aðeins og sjá hvort þau jafna sig út með tímanum. Gangi þér vel.