Spurt og svarað

12. júlí 2017

Kveisa og huggun á brjósti

Sæl veriði og bestu þakkir fyrir mjög upplýsandi vef. Ég er með einn tveggja vikna dreng sem er frekar óvær seinnipart dags og á kvöldin. Hann fær óstöðvandi grátköst og sperrir sig og spriklar. Systir hans var með kveisu til þriggja mánaða aldurs og þessi sömu einkenni. Það eina sem virðist geta huggað hann er að liggja á brjósti, hann drekkur lítið en virðist líða best þar. Mér hefur verið sagt að það geri illt verra að leggja kveisubörn á brjóst því formjólkin fer illa í magann. Ég freistast þess þó oft að leggja hann á brjóst, og gerði það líka með systur hans, því auðvitað vill maður að barninu líði sem best. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort það séu sannanir fyrir því að það sé slæmt fyrir börnin að fara á brjóst á óværutímanum. Ég er að undirbúa mig fyrir mögulega þrjá mánuði af óværð og langar því að heyra ykkar álit. Með þökk

Heil og sæl, kveisan getur verið býsna erfið að eiga við og vonandi tekur þetta ekki eins langan tíma nú og síðast. Það er engin ein regla til með kveisuna, það er talað um að leggja ekki of oft á brjóst þar sem það geti gert illt verra eins og þú segir en líkast til eru ekki til vísindalegar sannanir fyrir því og eins og foreldra kveisubarna vita þá er oft búið að reyna allar mögulegar aðferðir en allt kemur fyrir ekki og ekkert virkar nema þolinmæði og tíminn. Ég ráðlegg þér að prófa þig áfram og ef þér finnst hann huggast á brjóstinu þá skaltu nota það. Hvorki þið foreldrarnir né hann græðið á nokkra klukkustunda gráti. Gangi ykkur sem best. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.