Spurt og svarað

13. júlí 2017

Fósturmissir með barn á brjósti

Missti fóstur eftir ca. 9 vikna meðgöngu og fór í útskaf. Meðgangan var ekki plönuð og pínu sjokk fyrst þar sem aðeins 7 mánuðir voru liðnir frá fæðingu dóttur okkar. Við hjónin upplifðum samt mikla sorg við missinn þar sem við vorum algjörlega komin á þann stað að takast á við þetta stóra hlutverk. Nú ríkir óvissa hvort við viljum fara á getnaðarvörn eða ekki. Þó röklega sé best að bíða amk 1-2 ár. Ég er búin að kaupa pilluna en vil bíða eftir að blæðingar hefjist eftir útskaf til að fullvissa mig um að allt sé í lagi. Planið er að taka fyrstu pilluna á fyrsta degi tíða. Nú er ég búin að bíða rúmar 5 vikur en ekkert bólar á blæðingum. Hef verið með "túrverki" í viku og miklar skapsveiflur sem er alls ekki líkt mér. Það flækir ef til vill málið að ég er enn með barn á brjósti (8 mánaða). Hvað ráðleggur þú mér að gera? Taka pilluna strax eða bíða lengur eftir blæðingunum? Vara fyrirtíðaverkir vanalega svona lengi? Er eðlilegt að tíðahringur lengist eftir missi? Gæti brjóstagjöfin haft þau áhrif að tiðablæðingar detti aftur niður þrátt fyrir að hafa verið byrjuð ca.3mán eftir fæðingu? Takk fyrir góðan vef Kveðja

Heil og sæl, það getur vel verið að hormónanir þínir séu ekki alveg komnir í sinn vanabundna farveg, bæði ertu nýbúin að vera ófrísk og svo ertu líka með barn á brjósti sem getur vissulega dregið það að blæðingar séu reglulegar. Ég held að þú ættir að bíða eftir blæðingunum sem fara örugglega að láta sjá sig fljótlega og byrja þá á pillunni. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.