Grunur

13.07.2017

Sæl, nú er ég komin 9 daga fram yfir. Seinustu blæðingar voru 7. Júní. Fékk tvo daga þar sem ég fékk milli blæðingar og var það akkúrat á egglosar tímabilinu. Grunar nokkur vegin að ég er ólétt en tók próf þegar ég var 4 daga sein ( sem var samt líklegast ekki tekið rétt, tekið um miðjan nótt) og var neikvætt. Ætti ég að bíða lengur og sjá eða taka annað próf? Finn ekki fyrir neinum einkennum fyrir utan smá aum brjóst og slæma húð.

Heil og sæl, ef engar blæðingar hafa látið sjá sig er best að endurtaka þungunarprófið og sjá hvað kemur úr úr því núna. Gangi þér vel.