Neikvæð próf en öll einkenni

16.07.2017

Sæl, Ég er 34 ára með reglulegustu blæðingar í heimi (finnst mér) ég er nákvæmlega 28 dagar. Ég er núna komin 23 daga yfir og er með öll óléttu einkenni sem ég var með þegar ég gekk með strákinn minn. Ég er búin að taka um 8 próf hérna heima en þau eru öll neikvæð, ég er farin að halda að ég sé orðin eitthvað klikkuð. Ég er líka með PCOS en þrátt fyrir það hafa mínar blæðingar verið eftir klukku nánast í rúm 5 ár. Gæti verið að eg sé ólétt þrátt fyrir öll neikvæðu prófin?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða málið við kvensjúkdómalækni. Í einstaka tilfellum verður þungunarpróf mjög seint jákvætt. Gangi þér vel.