Spurt og svarað

15. ágúst 2008

Óþægileg kynmök í byrjun meðgöngu

Virkilega fróðleg og skemmtileg síða sem þið eruð með.Ég vildi prófa að spyrja að einu. Ég er komin um 9 vikur og geng með mitt annað barn.  Kannski að byrja á því að taka það fram að í fyrri meðgöngu gekk allt eins og í sögu, engir verkir í grindinni né annað að hrjá mig og fæðingin gekk líka alveg rosalega vel.  En undanfarið hef ég byrjað að fá verki við samfarir, þ.e. verki alveg uppi í leghálsinum. Tilfinninginn er eins og ég sé eitthvað búin að skreppa saman eða hálsinn búin að styttast eða ég veit ekki hvað er í gangi, eins og einhver þrýstingur sem er mjög óþægilegur.  Ég var að vonast til að þið gætuð hjálpað mér, sagt mér hvort að þetta sé bara eðlilegt eða hvort eitthvað þurfi að kíkja á þetta.

Með von um svar 
 


Komdu sæl og takk fyrir hólið.

Það sem mér dettur fyrst í hug er að legið er aðeins byrjað að stækka en ekki komið upp fyrir lífbein á þessum tíma.  Þetta orsakar aukinn þrýsting á allt sem fyrir er í grindarholinu sem getur svo orsakað sársauka við samfarir þegar þrýstingurinn verður enn meiri frá limnum.  Prófið aðrar stellingar, eða að láta liminn ekki fara djúpt inn í leggöngin og sjáið hvort það lagast eitthvað.  Annars ætti þetta að verða betra þegar legið er komið uppfyrir lífbein og léttir á þrýstingi í grindarholinu.  Það gerist venjulega í kringum 12 vikna meðgöngu.

Gangi ykkur vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
15. ágúst 2008.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.