Berocca

22.07.2017

Hæ Takk fyrir frábærann vef. Ég er gengin rúmar 20vikur og gengur allt ótrúlega vel. Er óhætt fyrir mig að drekka Berocca vítamín freyðitöflurnar? Performance eða boost? Bæði til að fá bragð í vatnið og eins til þess að fá smá auka vitamín og orku. 

Heil og sæl, framleiðandi gefur upp að það sé í lagi að taka eina töflu af Berocca á dag á meðgöngu. Gangi þér vel.