Blæðingar eftir fæðingu

24.07.2017

Hæhæ ég er að spá hvenær er "eðlilegt" að byrja á blæðingum eftir barnsburð, ég átti fyrir rétt rúmum 3 vikum og úthreinsunin hefur verið nánast engin eftir viku tvö en svo núna allt i einu þá fór allt í einu að blæða mun meira...veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu

Heil og sæl, það er nú ekki líklegt að þetta séu venjulegar tíðablæðingar. Ef blæðingunum fylgir ekki vond lykt, hiti eða verkir þá skaltu bara bíða róleg og sjá hvort þetta hættir ekki á fáeinum dögum. Gangi þér vel.