Tíðahringurinn allt í einu of langur

27.07.2017

Góðan dag, núna er ég að reyna að vera ólétt. Varð þunguð í janúar en lét því miður eyða því. Núna stundaði ég kynlíf í byrjun júlí og átti samkvæmt öllu að vera með egglos þá en þungunarprófin sýna neikvætt. Tíðahringurinn minn er alltaf 29 dagar en er kominn uppí 38 daga, búin að vera með væga túrverki núna í viku en ekkert gerist. Er nokkuð séns að ég sé ólétt ef þungunarpróf sýnir neikvætt ? Er einhver ástæða til að leita til kvennsjúkdómalækni ? Er erfiðara að verða ólétt eftir eyðingu ?

Heil og sæl, það er afar ólíklegt að þú sért þunguð með neikvætt þungunarpróf. Ég ráðlegg þér að bíða og sjá til hvað verður. Ef engar blæðingar gera vart við sig næstu daga, getur þú ráðfært þig við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.