Brjóstapillan gleymd

31.07.2017

Hæhæ. Ég er með einn 9 vikna gamlann og byrjaði á brjóstapillunni fyrir 2 vikum. Í gær gleymdi ég að taka pilluna (tek hana alltaf á kvöldin) og tók hana þá bara þegar ég vaknaði kl 11 morguninn eftir. Hvað á ég að gera? Kvennsjúkdómalæknirinn minn sagði að ef ég gleymi henni þá gæti byrjað að blæða og að hún sé alveg óörugg. Hvenær er byrjar hún aftur að virka sem getnaðarvörn?

Heil og sæl, set hér tengil á upplýsingar um Cerazette brjóstapillu.  Gangi þér vel.