Að mála með nýbura

02.08.2017

Hæ og takk fyrir frábæran vef! Ég er með tæplega 2 mánaða gamalt barn og langar að mála smá heima hjá mér, þ.e. með veggmálningu. Þá spyr ég hvort málningin, lyktin og gufurnar geti truflað barnið og/eða séu hreinlega óæskilegar fyrir það á þessum aldri. Ef þið mælið algerlega gegn því að gera þetta, hvenær gæti þá verið óhætt að ganga í verkið? Bestu kveðjur

Heil og sæl, það er ekkert sérlega gott fyrir neinn að anda að sér mikilli málningarlykt. Nú er málning til sem ekki er lyktarsterk og á að vera umhverfisvæn. Ég ráðlegg þér að skoða það og einnig að loftræsta vel þegar þú ert að mála. Ef þér finnst lyktin óþægileg þegar þar að kemur er spurning hvort þú getir farið annað með barnið á meðan. Gangi þér vel.