Hjala

02.08.2017

Hæ hæ Ég á fjögurra mánaða stelpu. Hún byrjaði að hjala á eðlilegum tíma en svo hef ég tekið eftir því undanfarið að það er eins og hún hafi hætt því. Hún hlær og skríkir þegar það er verið að leika við hana og sömuleiðis kvartar þegar hún er ósatt. En hún er svo gott sem hætt að "tala" við mann þegar maður er að spjalla við hana. Ef hef svo miklar áhyggjur af þessu - getur þetta þýtt eitthvað? Eða verið merki um að ekki sé í lagi með hana?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða málið í ungbarnaverndinni. Það er erfitt að segja nokkuð um þetta án þess að skoða barnið. Ég tel þó að ekki sé mikil ástæða til að hafa áhyggjur þar sem hún bregst vel og eðlilega við þegar verið er að leika við hana og lætur vita ef hún er ekki sátt. Gangi þér vel.