Skordýrabit

04.08.2017

Sæl Ég var að velta því fyrir mér hvort það gæti haft slæm áhrif á fóstur að fá slæmt skordýrabit, mjög líklega eftir skógarmítil? Ég var sem sagt bitin og fór til læknis sem gaf mér sterkt pensilín og stífkrampasprautu. Daginn eftir tók ég óléttupróf og það var jákvætt. Núna hef ég gífurlegar áhyggjur af því að bitið og sérstaklega stífkrampasprautan geti haft slæm áhrif á fóstrið:( Veist þú eitthvað um þetta? Kær kveðja

Heil og sæl, þú skalt ekki hafa áhyggjur af þessu. Það má bólusetja við stífkrampa á meðgöngu ef nauðsynlega þarf. Þegar meðgangan er svo stutt komin að engin veit af því þá eru ekki komin blóðskipti milli móður og fósturs svo að þau efni sem móðirin fær í líkama sinn berast ekki til fóstursins. Gangi þér vel.