Áhrif hreingerningarefna

07.08.2017

Góðan daginn, ég er komin 22 vikur á leið og var að flytja í nytt húsnæði. undanfarið hef ég því verið að nota mikið af alskonar hreingerningar efnum t.d. speedball til að þrífa allt milli himins og jarðar, þar á meðal rakamyglu. Einnig er búið að vera að mála hér húsið og því dálítil málningarlykt í loftinu. Fór í gær að hafa miklar áhyggjur af því að þetta væri nú ekki æskilegt fyrir litla krílið og því spyr ég hvort að þetta geti haft skaðleg áhrif á það? Á ég kannski að hætta þessum miklu hreingerningum og bíða þangað til meðgangan er búin? Eins með að bíða með málningu á fleiri herbergjum? Kær kveðja

Heil og sæl, þér er óhætt að gera hreint og mála en þó er ráðlegt að hafa vel loftræst og nota umhverfisvæn efni ef þess er kostur. Ég ráðlegg þér líka að nota hanska. Gangi þér vel.