Næsta fæðing

08.08.2017

Sælar og takk fyrir flottan vef. Núna er komið að okkur langar í annað barn og þá langar mig að vera betur undirbúin en síðast en sú fæðing fór ekki alveg eins og ég hafði ætlað mér og var dóttir okkar tekin með keisara og sagði fæðingarlæknirinn að eg hefði aldrei náð að fæða hana og héldum við að það væri útaf hún var svo stór 18 merkur/54cm en svo kom það í ljós nokkru seinna að mjaðmagrindin á mér var snúin eins og karamela og okkur grunar að það hafi verið ástæðan án þess þá að vita það 100% en núna er búið að laga það og ég er öll í betra lagi en ég var síðast. Eins langar mig ekki í annan keisara þar sem mér leið hræðilega eftir hann og var lengi að ná mér. Á ég ekki að geta fætt eðlilega án svona mikilla inngripa þó svo ég hafi lent í þessu áður. Ég komst uppí 8 í útvíkkun en þá fór allt í stopp og ég fékk hita og dóttir okkar fór í smá stress og þá var ég drifin í keisara eins finnst mér mjög leiðilegt að ég man ekkert eftir að hafa fengið hana í fengið fyrst og hvernig allt þróaðist í lokin og mig langar ekki að missa af því næst.

Heil og sæl, þú átt alveg að geta fætt um leggöng þó þú hafir farið í keisaraskurð síðast. Því er þó ekki að leyna að það er ekki látið reyna eins lengi á fæðingu hjá konu sem áður hefur farið í keisara svo að það er aðeins meiri hætta á þvi að þú lendir aftur í keisara heldur en ef þú hefðir fætt um leggöng síðast. Á Landspítala er starfræktur hópur sem heitir Ljáðu mér eyra og geta konur með erfiða fæðingareynslu fengið viðtal þar. Ég ráðlegg þér að ræða málið þar eða við fæðingalækni til að fá nánari útskýringar. Gangi þér vel.