Hreyfing á meðgöngu

08.08.2017

Hæhæ, ég er ný búin að komast að því að ég sé ólétt, búin að bíða lengi eftir því að það gerist :) Er komin fimm vikur. Er að velta fyrir mér æfingum á meðgöngunni, ég var að byrja í crossfit, búin að vera í fimm vikur. Eru það æskilegar æfingar á meðgöngunni? Mér líður vel á æfingunum en er alveg að taka ágætlega á því er varðar þolið, passa mig á því að vera ekki að lyfta of þungu. Er það í góðu lagi að halda því áfram? kveðja

Heil og sæl og til hamingju. Þú mátt æfa eins og þú vilt á meðgöngunni en það er gott að hlusta á líkamann og haga sér eftir því. Gangi þér vel.