Fyrirferðarmikið barn

09.08.2017

Mig langaði til að forvitnast um hvort hreyfingar barna seint á meðgöngu geti sagt til um stærð þeirra? Ég er komin rúmlega 38 vikur og hreyfingarnar eru rosalegar! Kúlan gengur í bylgjum allan daginn og það koma bungur sem ná um 8 cm á hæð frá kúlunni í mestu spörkunum og oftast aldrei á sama stað. Ég hef allstaðar lesið að hreyfingar minnki frekar svona undir lokin en þetta er að aukast ef eitthvað er. Má ég búast við að eignast mjög stórt barn fyrst það nær að hreyfa sig svona þrátt fyrir ekkert pláss?, í vaxtarsónar þegar ég var komin 34v2d mældist barnið 2500 gr. Kærar kveðjur

Heil og sæl, það er ekki hægt að meta stærð barns út frá hreyfingum þess. Það getur vel verið að barnið þitt verði stórt en kraftur hreyfinganna segir ekkert til um það. Gangi þér vel.