Kláði í handakrika við brjóstagjöf

10.08.2017

Mig klæjar í handakrikunum þegar ég er að gefa syni mínum brjóst. Mamma helt að þetta gæti tengst svita. Þekkið þið þetta? Er eitthvað sem eg get gert við þessu?

Heil og sæl, við könnumst ekki við þessi einkenni sem eitthvað sem fylgir brjóstagjöf almennt. Það getur meira en vel verið að mamma þín hafi rétt fyrir sér og þetta tengist svita. Það er algengt að konur með börn á brjósti svitni meira en venjulega. Gangi þér vel.