Léttast

10.08.2017

Sælar ljósmæður, ég eignaðist barnið mitt fyrir tveimur vikum, ég þyngdist töluvert á meðgögnunni, fór úr 57kg yfir í 82.kg þegar komið var á steypirinn ég er 1.75cm. á hæð. Eftir fæðingu er ég orðin 74.kg en átti fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Mig langar að spyrja ykkur hver besta leiðin sé til að léttast? og hvort þetta sé óeðlileg þyngdaraukning.

Heil og sæl, það má segja að 25 kg. sé rífleg þyngdaraukning á meðgöngunni. Besta leiðin til að léttast er að hafa barnið á brjósti, borða hollan mat reglulega yfir daginn, forðast sætmeti og hreyfa sig þá ættu kílóin að renna af þér hægt og örugglega. Gangi þér vel.