Spurt og svarað

16. ágúst 2017

Vesen með brjóstagjöf

Ég er með 19 daga gamlan dreng sem vill hanga á brjósti allan sólarhringinn og þá er ég ekki einu sinni að ýkja, það er alveg sama hvað ég geri hann er ekki í rónni nema hann sé á brjósti, ég get ekki lagt hann frá mér, hann getur ekki verið hjá öðrum, hann sefur ekki nema það 20-30mín í senn nema hann sé á brjósti sem þýðir að ég fæ engan svefn, hef ekki tíma til að borða og/eða fara í sturtu ekkert. En ég prufaði að pumpa aðeins úr hvoru brjósti eftir að hann var búinn að liggja á í rúman klukkutíma og náði saman 30ml út báðum af svona hálfgerðri undanrennu og gaf honum það úr pela og þá steinsofnaði hann og ég gat lagt hann frá mér og eins prufaði ég að gefa honum einn pela með þurrmjólkurblöndu sem hann drakk og þá svaf hann hinn værasti í tæpa 4 tíma. Mín spurning er hvað veldur því að hann þurfi svona rosalegan tíma á brjósti en nái engri hvíld eða ró en um leið og hann fær smá úr pela er hann hinn værasti ? Og er eðlilegt að mjólkin sé svona undarennuleg ennþá þó hann sé búinn að liggja á brjósti meira og minna í 2 vikur samfleytt ? Afsakið hvað þetta er langt.

Heil og sæl, það er alveg eðlilegt að mjólkin líti eitthvað undanrennulega út. En það er spurning hvort hann nær ekki alveg nógu miklu úr brjóstinu og sé þess vegna ekki ánægður. Besta leiðin til að sjá það er að hafa samband við ungbarnaverndina og fá þær til að koma og vigta hann. Ég ráðlegg þér að byrja á því, ef hann þyngist vel þá er það eitthvað annað sem er að trufla hann. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.