Spurt og svarað

05. ágúst 2009

Óþægindi í spöng

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef.

Ég veit í raun ekki hvort mitt vandamál sé meðgöngutengt eða ekki enn ég ákvað samt að spyrja þar sem ég er komin 31 viku á leið.  Málið er það að undanfarna 3 daga hef ég verið með óþægindi að neðan.   Ég get í rauninni ekki greint nákvæmlega hvar þetta er, finnst eins og þetta sé ekki beint í leggöngunum né hjá endaþarmsopinu, heldur kannski þar á milli. Ég á líka frekar erfitt með að lýsa þessu en mér finnst eins og það séu pinkulitlar loftbóluhreyfingar, eða oggulítill rafstraumur, eða eins og byrjun á náladofa eða eitthvað þessháttar. Þetta er alls ekki sárt en þetta fer óheyrilega í taugarnar á mér. Þetta kemur á ca 5 sec fresti og varir í ca 2 sec í einu. Það eina sem ég hef getað gert til að láta þetta stoppa er að halda frekar fast við spöngina, og gerði ég það m.a. í gærkvöldi til að geta sofnað.  Ef þú gætir gefið mér eitthvað ráð til að láta þetta hætta eða einhver svör um hvað þetta gæti verið yrði ég alveg rosalega þakklát.

Kærar þakkir :)

 


 

Komdu sæl. 

Það er erfitt að segja til um hvað þetta er en það gæti verið að þetta sé vegna þrýstings frá barninu.  Kannski liggur það þannig að það þrýstir á æðar eða taugar sem valda þessum einkennum. Þú gætir reynt að ýta á kúluna og sjá hvort barnið vill hreyfa sig aðeins fyrir þig.  Ef ekki, getur þú reynt kalda bakstra, mismunandi stellingar, kæligel og þar fram eftir götunum. 

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
5. ágúst 2009. 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.