Blettablæðingar?

22.08.2017

Nú eru 7 mánuðir ca síðan ég átti og byrjaði á venjulegum blæðingum þegar hann var 3 mánaða ca, semsagt bara eins og fyrir fæðingu, blæðingar i 6 daga, fór seinast a blæðingar 8.juli svo núna ætti ég að vera a venjulegum blæðingum en hinsvegar er þetta bara pinu pinulitið og eins og blettablæðingar... skil ekkert í þessu? Er ekki á getnaðarvörn en nota alltaf smokk sama hvað.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að bíða róleg og sjá hvort þetta lagast ekki af sjálfu sér í næsta tíðahring. Oft gerist þetta og lagast án þess að nokkuð sé að gert. Ef þú ert með einhverja brjóstagjöf getur verið að hormónar þínir séu eitthvað aðeins í ójafnvægi. Ef þetta lagast ekki af sjálfu sér getur þú rætt málið við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.