Spurt og svarað

22. ágúst 2017

Komum frá Kanada

Góðan daginn.  Við fjölskyldan erum að flytja til íslands í næsta mánuði. Við erum að búast við okkar þriðja barni í lok október og höfum mikinn áhuga á að hafa ljósmóðir við þessa fæðingu. Það er svolítið erfitt að redda þessu öllu saman utanlands en ég vildi allavega hafa samband og leita upplýsinga. Ég veit að þetta er stuttur fyrirvari en við vonum að eitthvað gangi up. Allar nánari upplýsingar um hvað við þurfum að gera væru vel þeignar. Takk kærlega 

Heill og sæll, ég ráðlegg ykkur að hafa samband við sjúkartryggingar Íslands til að athuga stöðu ykkar hér í kerfinu m.t.t. hvað þið þurfið hugsanlega að greiða. Það kemur ekki alveg fram hjá þér hvort þið eruð að huga að heimafæðingu eða á stofnun. Á stofnun er alltaf ljósmóðir en ef þið eruð að hugsa um heimafæðingu eru nokkrar ljósmæður sem starfa við það og getur þú séð þær í tenglinum og haft samband við þær beint. Einnig er möguleiki á að fæða á fæðingastofu Bjarkarinnar og þið munduð þá hafa samband þangað beint. Ég vil benda á að það er einungis val um fæðingu heima eða í fæðingastofu ef meðgangan er eðlileg og móðir hraust. Svo eru ljósmæðrareknar einingar bæði í Keflavík og á Selfossi og þar gildir það sama, meðganga þarf að vera eðlileg og móðir hraust. Á Akranesi er einnig rekin lítil fæðingadeild við sjúkrahúsið. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.