Komum frá Kanada

22.08.2017

Góðan daginn.  Við fjölskyldan erum að flytja til íslands í næsta mánuði. Við erum að búast við okkar þriðja barni í lok október og höfum mikinn áhuga á að hafa ljósmóðir við þessa fæðingu. Það er svolítið erfitt að redda þessu öllu saman utanlands en ég vildi allavega hafa samband og leita upplýsinga. Ég veit að þetta er stuttur fyrirvari en við vonum að eitthvað gangi up. Allar nánari upplýsingar um hvað við þurfum að gera væru vel þeignar. Takk kærlega 

Heill og sæll, ég ráðlegg ykkur að hafa samband við sjúkartryggingar Íslands til að athuga stöðu ykkar hér í kerfinu m.t.t. hvað þið þurfið hugsanlega að greiða. Það kemur ekki alveg fram hjá þér hvort þið eruð að huga að heimafæðingu eða á stofnun. Á stofnun er alltaf ljósmóðir en ef þið eruð að hugsa um heimafæðingu eru nokkrar ljósmæður sem starfa við það og getur þú séð þær í tenglinum og haft samband við þær beint. Einnig er möguleiki á að fæða á fæðingastofu Bjarkarinnar og þið munduð þá hafa samband þangað beint. Ég vil benda á að það er einungis val um fæðingu heima eða í fæðingastofu ef meðgangan er eðlileg og móðir hraust. Svo eru ljósmæðrareknar einingar bæði í Keflavík og á Selfossi og þar gildir það sama, meðganga þarf að vera eðlileg og móðir hraust. Á Akranesi er einnig rekin lítil fæðingadeild við sjúkrahúsið. Gangi ykkur vel.