Verkir í baki

25.08.2017

Sælar, Ég er með eina fjögurra vikna og finnst mer eins og þegar eg ligg á hlið eða er að gefa henni á hlið að ég fai verki í bakið og rifbeinin, eiginlega eins og að fá tak í bakið? Er þetta alveg eðlilegt

Heil og sæl, það er erfitt að meta hvort þetta er eðlilegt án þess að skoða þig. Margar konur finna fyrir ýmsum stingjum í líkamanum eftir fæðinguna sem svo hverfa án þess að nokkuð sé að gert. Þú verður svolítið að meta það sjálf hvort þetta trufli þig það mikið að þú verðir að ráðfæra þig við lækni. Gangi þér vel.