Tannpína

27.08.2017

Er eðlilegt að fa miklar tannpínu eftir barnsburð? Ég hef aldrei a ævinni fengið tannpínu en nuna er eg með í 3 tönnum? Getur verið tenging þar á milli?

Heil og sæl, mér þykir það ólíklegt þó að það hafi stundum verið tala um meðgöngu og tannskemmdir í sama orðinu. Ég ráðlegg þér að fara til tannlæknis og ráðfæra þig við hann. Gangi þér vel.