Höfuðið

30.08.2017

Sælar Dóttir mín er 11 vikna og því hafa höfuðbeinin ekki lokað fyrir gatið á höfðinu hennar. Mér finnst svo hrikalega óþægilegt þegar fólk er að strjúka mikið yfir höfuðið á henni útaf þessu gati. Önnur móðir með yngra barn for með hendina á höfuðið a henni í gær til að athuga hvort hún væri ennþá með gatið og mín brast í grát við það svo ég for strax í að hugga hana. Nú er þetta atvik að naga mig svo mikið en ég held henni hafi frekar brugðið en að hún hafi verið að ýta of fast. En mig langar að spurja út í þetta gat, getur það verið skaðlegt ef fólk er að strjúka fast yfir það, eða ef það ýtir óvart svona á það? Það er þá náttúrulega að ýta á heilann á henni. Nú er mín með mikið hár og fólk fer rosalega mikið með hendurnar í hárið á henni, aðeins minna núna þegar ég get sett eitthvað í hárið, en mer liður alltaf mjög óþægilega eða illa þegar fólk er með hendurnar í hárinu en vil ekki virka eins og paranojuð mamma og banna fólki þetta ef það er svo ekki svona rosalega viðkvæmt svæðið eins og ég held.

Heil og sæl, þetta gat er alveg eðlilegt og verður ekki gróið fyrr en 18 mánaða. Það er ekki svo viðkvæmt að það megi ekki koma við þetta. Þó komið sé við gatið er ekki verið að þrýsta inn á heila. Gatið mun smá minnka þar til það lokast. Hafðu engar áhyggjur af þessu og ef fólk vill strjúka yfir kollinn á henni þá er það alveg öruggt. Gangi þér vel.