Spurt og svarað

03. september 2017

Miklir verkir í lífbeini, ekki ólétt!

Góðan daginn.. ég eignaðist barn í ágúst í fyrra, ss rúmt 1 ár síðan, meðgangan mín gekk vel, enn í lokin var ég komin með verki í lífbeinið og fann fyrir þeim í ca 3 mánuði eftir fæðingu, og svo fóru þeir. Ég fann síðan stundum verki við áreynslu. Enn núna undan farna 5 daga hef ég haft svona bilað mikla verki í lífbeininu, og það stöðugt, enn mis miklir enn alltaf eitthvað, stundum það sárir að vont er að ganga. Mér finnst svo skrítið að þetta sé allt í einu að koma upp aftur! Er það bara eðlilegt?

Heil og sæl, nei það er ekki eðlilegt að fá sára verki í lífbein uppúr þurru ári eftir barnsburð. Stundum fá þó konur sem hafa verið mjög slæmar af grindargliðnun verki/eymsli við mikið álag löngu eftir fæðingu. Ef þetta lagast ekki af sjáfu sér skaltu ráðfæra þig við lækni. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.