Miklir verkir í lífbeini, ekki ólétt!

03.09.2017

Góðan daginn.. ég eignaðist barn í ágúst í fyrra, ss rúmt 1 ár síðan, meðgangan mín gekk vel, enn í lokin var ég komin með verki í lífbeinið og fann fyrir þeim í ca 3 mánuði eftir fæðingu, og svo fóru þeir. Ég fann síðan stundum verki við áreynslu. Enn núna undan farna 5 daga hef ég haft svona bilað mikla verki í lífbeininu, og það stöðugt, enn mis miklir enn alltaf eitthvað, stundum það sárir að vont er að ganga. Mér finnst svo skrítið að þetta sé allt í einu að koma upp aftur! Er það bara eðlilegt?

Heil og sæl, nei það er ekki eðlilegt að fá sára verki í lífbein uppúr þurru ári eftir barnsburð. Stundum fá þó konur sem hafa verið mjög slæmar af grindargliðnun verki/eymsli við mikið álag löngu eftir fæðingu. Ef þetta lagast ekki af sjáfu sér skaltu ráðfæra þig við lækni. Gangi þér vel.