Pabbar í fyrstu skoðun

09.05.2007

Var að velta fyrir mér, er það venjan að faðirinn fari með móður í fyrstu skoðun í mæðravernd (við 12 viku) á heilsugæslustöð?


 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
9. apríl 2007.

Pabbar eru alltaf velkomnir í skoðun með konum sínum á meðgöngu.  Í fyrstu skoðun fer fram mikil fræðsla um meðgönguna, rannsóknir og annað sem er í boði þannig að það getur verið gott fyrir þá að koma í þá skoðun en það er svo ykkar að ákveða hvað hentar ykkur hverju sinni.