Að hætta að reykja

08.09.2017

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef! Nú er ég gengin rúmar tólf vikur og gengur ekkert sérlega vel að hætta að reykja, nú var ég að lesa að ef maður blandar 1/2 tsk af cream of tartar út í appelsínu safa þá á það að skola nikótíni fljótar úr líkamanum og einnig eigi sígarettur að bragðast illa eftir þetta. Mín spurning er, er mér óhætt að prufa þetta - Bestu kveðjur

Heil og sæl, ég verð að viðurkenna að þetta hef ég ekki heyrt áður. Þér er þó óhætt að prófa þetta þar sem hvorki cream of tartar né appelsínusafi eru hættuleg fóstrinu sé þetta notað af hófsemi. Gangi þér vel með meðgönguna og reykleysið.