Spurt og svarað

13. september 2017

Krampi?

Sælar ljósmæður Ég ætla byrja á að segja að það er yndislegt að hafa aðgengi að ykkur hér. Ég er með eina u.þ.b. 7 vikna og fór að taka mjög snemma eftir því að það kemur skjálfti í hana, t.d. annar fóturinn sem bara hristist eða efri vörin og var svosem ekkert að kippa mér upp við það, hún var vel klædd í þau skipti sem þetta hefur gerst svo ekki var henni kalt en svo í nótt vaknaði ég við að hún var með mjög öran andardrátt og fékk svona skjálfta 2svar í allan líkamann. Þetta líktist meira krampa heldur en einhverju öðru? Ég hef áhyggjur af þessu og ætlaði að senda fyrirspurn hér áður en ég leita til læknis, virðist samt ekkert hrjá hana núna. Bestu kveðjur

Heil og sæl, ég vil ráðleggja þér að fara með hana í skoðun. Það er mjög erfitt að meta þetta án þess að skoða hana og sjá. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.