Spurt og svarað

14. september 2017

Langur tíðahringur, reyna að eignast barn.

Góðan daginn, takk fyrir frábæran vef. Við erum ungt par og höfum verið að reyna að eignast barn síðan í desember 2016. Blæðingar hafa alltaf verið reglulegar hjá mér en frekar langur hringur 38-41 dagur. Hef mælt fyrir egglosi og þá var það í kringum 26-28 degi hringsins. Núna er hringurinn orðinn 45 dagar og ekkert bólar enn á blæðingunum og þungurnarpróf neikvætt. Finn samt fyrir þónokkrum túreinkennum. Á ég bara að bíða og sjá? Er orðin alveg ringluð núna hvenær ca egglos geti hafa verið ef það hefur þá yfir höfuð orðið... Bestu kveðjur.

Heil og sæl, egglos er 14 dögum fyrir blæðingar en það kemur þó að litlu gangi ef tíðahringur er óreglulegur. Það langbesta í stöðunni er að stunda nokkuð reglulegt kynlíf og hætta að hafa áhyggjur af þessu í bili. 9 mánuðir eru ekki svo langur timi til að reyna að eignast barn. Ég ráðlegg ykkur að hugsa ekki um þetta fyrr en þið hafið reynt í rúmlega ár. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.