Spurt og svarað

14. september 2017

Berjast við brjóstið

Hæhæ ég er í smá vandræðum með brjóstagjöf á kvöldin. Dóttir mín er að verða 5 vikna gömul og er eingöngu á brjósti og hefur síðan hún fæddist gengið vel nema á kvöldin. Venjulega er þetta eitt skipti einhverntimann milli 21-23 á kvöldin, ég legg hana á brjóst og hún byrjar að sjúga kanski 2-3 sinnum áður en mjólkin kemur og um leið og hún kemur þá verður sú litla alveg brjáluð. Það kemur skeifa á hana og hún byrjar að hágráta og berst við brjóstið eins og hún vilji sjúga en samt ekki! Svo grætur hún alveg í langan tíma og ekkert hægt að gera fyrir hana og hún er lengi að jafna sig. Mér var sagt að hún væri bara svo svöng og ég hljóti að vera að framleiða of litið fyrir hana en í hvert skipti sem þetta gerist og hún rífur sig frá brjóstinu grátandi þá sprautast mjólk út eða lekur utum allt. Og þetta á við um bæði brjóstin. Hvað getur þetta verið? Magakveisa? Er mjólkin verri á kvöldin? 

Heil og sæl, mér heyrist eins og sú stutta geti verið með magakveisu. Það er dæmigert fyrir kveisuna að hún kemur nokkurn vegin á sama tíma dagsins og stendur yfir í svipaðan tíma og mjög erfitt er að hugga barnið eða gera neitt fyrir það á meðan. Oft eru þetta börn sem dafna mjög vel og við læknisskoðun finnst ekkert að þeim. Þetta ástand gengur yfir á nokkrum vikum og er oftast nær úr sögunni við 12 vikur en oft fyrr samt. Það er aldeilis ekkert að mjólkinni og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því. Ég ráðlegg þér að reyna að taka þessu af ró því þetta tímabil gengur yfir þó að það sé erfitt á meðan á því stendur. Þú getur líka rætt málið við ungbarnaverndina. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.