Spurt og svarað

17. september 2017

Hormónageðveiki?

Èg átti góða meðgöngu og allt gekk vel með mitt fyrsta en èg var alltaf ógeðslega pirruð.. Alltaf við það að springa og kýldi kodda/veggi óspart.. Èg rèði engan veginn við þetta og hvæsti á alla sem voguðu sèr að anda á mig... Èg fann fyrir massa lètti á þessum sjúka pirring eftir að èg fæddi krúttið mitt. Èg var andlega vel stödd, hamingjusöm og allt það, mjög ánægð og elskaði það að vera ólètt, var þetta eitthvað hormónaflipp? Okkur langar í annað en èg þori varla að leggja í það ef èg verð svona aftur. Helduru að þetta verði svona aftur?

Heil og sæl, já ég skil að þú treystir þér ekki í svona líðan aftur. Auðvitað geta hormónar leikið mann svona grátt en ekki kemst maður framhjá þessum hormónum því þeir eru nauðsynlegir fyrir meðgönguna. Það er ekki víst að liðan þín yrði svona á næstu meðgöngu en það er ekki hægt að útiloka það. Það er alveg spurning hvort þú getir hugsanlega fengið einhverja stuðningsmeðferð t.d. hjá sálfræðingi jafnvel fyrir meðgönguna til að reyna að undirbúa þig og svo stuningsmeðferð á meðgöngunni ef þess þarf. Vonandi gengur allt vel ef þú ákveður að eignast annað barn. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.