Hægðir á brjósti og grautur.

18.09.2017

Góðan dag. Dóttir mín er 5 mánaða og er á brjósti. Þegar hún var rúmlega 4ra mánaða byrjaði ég að gefa henni hálfa til 1 teskeið af graut kvölds og morgna vegna bakflæðis og finnst mér hún hafa lagast aðeins (ælir minna og værari) við það. Núna hins vegar hefur hún nánast ekkert kúkað í að verða 5 sólahringa. Veit að það er ekkert athugavert þegar börn eru bara á brjósti en er þetta í lagi ef hún er að fá smá graut með? Þetta er mjög lítið sem hún borðar og núna um helgina gaf ég henni engan graut á laugardag og bara 1 teskeið einu sinni á sunnudag en samt ekkert. Kveðja, Gamla mamma.

Heil og sæl, ef hún er vær og góð og kvartar ekki þá er ekki ástæða til að gera neitt. Hægðrinar munu skila sér. Gangi ykkur vel.