Hiti í brjóstum

20.09.2017

Sælar, hrós fyrir frábæran vef. Núna á ég tveggja mánaða stóran strák sem er duglegur að drekka og þyngjast (orðinn rúm 7kg). Undafarnar vikur hef eg fundið fyrir miklum hita í brjóstunum þegar þau eru full af mjólk, allveg áberandi heitari en restin af líkamanum mínum. Hitin fer(minnkar) svo úr brjóstinu þegar drengurinn drekkru mjólkina úr brjóstunum. Mig verkjar ekkert i brjóstin, alls ekkert aum, engar stíflur áþreyfanlegar og ég sjálf er bara mjög hress. Spurningin mín er einfaldlega sú hvort þessi hitií brjóstunum (eða frekar hitamismunur á brjóstum og líkama) sé eðlilegur? (Finn hitann þegar eg kem við brjóstin annars ekki). Með fyrirframm þökk!

Heil og sæl, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu þar sem engin sýkingarmerki eru til staðar. Þetta getur skýrst af t.d. aukinni æðafyllingu í brjóstunum nú þegar svo mikil starfssemi er í þeim. Gangi þér vel.